Bakkakot

Print
Í Í Bakkakoti stunda systurnar Elísabet María og Sigríður Vaka Jónsdætur hrossarækt ásamt fjölskyldum sínum. Hrossarækt á sér langa sögu í Bakkakoti og eru þær systur 3. kynslóðin sem ræktar hross þar á bæ. Í gegnum áratugina hafa áherslur hrossaræktarinnar verið breytilegar eftir tíðarandanum hverju sinni, vinnuhross, kappreiðahestar, reiðhestar, kynbótahross og keppnishross.

Í dag er áherslan lögð á að rækta hágeng og rúm afkastahross með öllum gangi.
Við ræktunina eru bæði notaðar aðkeyptar hryssur og hryssur sem eiga ættir að rekja frá Bakkakoti í marga ættliði.

Stefna búsins er að nota bestu stóðhesta sem völ er á á hverjum tíma, þar er fyrirferðamikill heiðursverðlaunahesturinn Sær frá Bakkakoti sem bróðir þeirra systra Ársæll Jónsson ræktaði.

Elísabet María er í sambúð með Lúðvík Bergmann og eiga þau 3 börn, Róbert, Sögu Tíbrá og Jón Ársæl.

Sigríður Vaka býr með Guðmundi Baldvinssyni tamningamanni og reiðkennara og eiga þau 3 dætur þær Viktoríu Vöku, Elísabetu Vöku og Eyvöru Vöku.
FaLang translation system by Faboba
email: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.         Lúðvík: 896 9980